Sjómannaskólareitur, kæra 21/2020, umsögn, úrskurður
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 73
20. maí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 13. mars 2020 ásamt kæru dags. 13. mars 2020 þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs frá 13. febrúar 2020 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir Sjómannaskólareit. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 15. maí 2020.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Það var vitað að það kæmu kærur vegna  Sjómannaskólareitsins. Bakkað var með ákveðna þætti sem var gott en áfram þarf að finna leiðir með fólki til að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Þessi reitur hefur tilfinningagildi fyrir fjölmarga enda einn fallegasti reitur borgarinnar. Hagsmunir eru að þessu sinni vegna mögulegs skuggavarps sem deiliskipulagsbreytingin mun leiða af sér og útsýnisskerðingar yfir Háteigsveg, Hallgrímskirkju og Sjómannaskólann. Í ljósi neikvæðra reynslu af hvernig komið hefur verið fram við hagsmunaaðila miðbæjar í sambandi við götulokanir vill Flokkur fólksins hvetja skipulagsyfirvöld til að hlusta á raddir hagsmunaaðila í þessu máli og frekar að staldra við en að ana áfram á móti straumnum. Enda þótt meirihlutinn hafi bitið í sig að gera ákveðna hluti þá er hann maður að meiri að bakka þegar ákvörðun stríðir augljóslega gegn hagsmunum, hvort heldur fjárhagslegum og tilfinningalegum, fjölda manns.