Hádegismóar, nýtt deiliskipulag
Síðast Vísað til borgarráðs á fundi fyrir 2 vikum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Málsaðilar
Gunnar Bergmann Stefánsson
Skipulags- og samgönguráð nr. 116
6. október, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn f.h. Bandalags íslenskra skáta dags. 22. janúar 2020 um nýtt deiliskipulag fyrir Hádegismóa. Í deiliskipulagstillögunni felst að skilgreind er lóð fyrir höfuðstöðvar Bandalags íslenskra skáta (BÍS), þar sem verður m.a. skrifstofa félagsins, fræðslumiðstöð, kennslu-, fundar- og gistiaðstaða og mögulega rekstur á kaffihúsi. Svæðið er staðsett norðan við Rauðavatn og hallar að vatninu með halla mót suðri, að mestu leyti raskað svæði en hefur gróið upp á síðustu áratugum. Skipulagssvæðið er um 2,2 ha og er gert ráð fyrir nokkrum 1-2 hæða byggingum innan lóðar, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdrætti arkitektarstofunnar gb DESIGN ehf. og Urban Beat ehf. dags. 22. september 2021. Einnig er lagður fram tölvupóstur Veitna ohf. dags. 30. september 2021 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins er samþykkur því að skátar fá þessa lóð, norðan við Rauðavatn, með skilyrðum. Þessi lóð liggur mjög vel með tillit til tengsla við vatn og náttúru. Tryggja þarf því aðgang almennings að þessu svæði , hugsanlega  með skilyrðum í lóðasamningi. Þetta svæði á að vera opið almenningi svo allir geti notið þess.
110 Reykjavík
Landnúmer: 213070 → skrá.is
Hnitnúmer: 10110941