Vesturbæjarsundlaug - Hofsvallagata 54, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 76
10. júní, 2020
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram umsókn Skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 21. júní 2019, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar, lóð nr. 54 við Hofsvallagötu. Í breytingunni felst að komið er fyrir hundagerði á lóðinni, núverandi grenndargámastöð er fest í sessi og bílastæðum fækkað lítillega, samkvæmt uppdr. Eflu dags. 20. febrúar 2020 br. 26. maí 2020. Tillagan var auglýst frá 31. mars 2020 til og með 12. maí 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Anna Kristín Sigurðardóttir forstöðumaður Vesturbæjarlaugar og Nauthólsvíkur dags. 30. mars 2020, Þórhallur Ólafsson dags. 17. apríl 2020, Júlíana Björnsdóttir og fjölskylda dags. 19. apríl 2020, Ingunn A. Ingólfsdóttir dags. 19. apríl 2020, Sigurður Oddgeir Sigurðsson dags. 20. apríl 2020, Drífa Hansen dags. 21. apríl 2020, Guðrún Þórarinsdóttir, 21. apríl 2020, Ástrós Eva Einarsdóttir dags. 21. apríl 2020, Sunna Sasha dags. 21. apríl 2020, Aldís Amah Hamilton dags. 21. apríl 2020, Alda Sigmundsdóttir dags. 22. apríl 2020, Sigurlaug Bragadóttir dags. 24. apríl 2020, Vala Árnadóttir dags. 24. apríl 2020, Fríða Þorkelsdóttir dags. 24. apríl 2020, Ívar Kristjansson dags. 25. apríl 2020, Berglind Borgþórsdóttir dags. 25. apríl 2020, Ásdís Elva Pétursdóttir dags. 26. apríl 2020, Ingibjörg Anna Arnarsdóttir dags. 27. apríl 2020, Freyja Kristinsdóttir f.h. stjórnar FÁH dags. 29. apríl 2020, Ólafur Hauksson dags. 5. maí 2020, Jón Skaftason dags. 11. maí 2020, Páll Kristjánsson formaður Knattspyrnudeildar KR dags. 11. maí 2020, Ásgerður Ragnarsdóttir og Stefán A. Svensson dags. 11. maí 2020, Jón Eiríksson og Þórunn Þórisdóttir dags. 12. maí 2020, Birgir Þ. Jóhannsson, Ásta Olga Magnúsdóttir og Björn Karlsson dags. 12. maí 2020, Gísli Marteinn Baldursson dags. 12. maí 2020 og íbúaráð Vesturbæjar dags. 22. maí 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. maí 2020.
Svar

Samþykkt að falla frá breytingu á deiliskipulagi sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. maí 2020.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að skipulagsyfirvöld hafi séð að sér, séð að þetta hundagerði var illa hannað og skipulagt. Nú hefur verð fallið frá því. Versta er að skipulagsyfirvöld skuli ekki hafa hlustað á hundaeigendur og varúðarorð fjölmargra. Nú er búið að eyða tíma og fé borgarbúa í eitthvað sem var fyrirfram dæmt. Hönnun þessa hundagerðið var frá byrjun gölluð. Flokkur fólksins lagði fram margar bókanir og athugasemdir og hverju þyrfti að breyta til að gera gerðið fullnægjandi, bæði um stærð, lögun og girðingu. En lengi var skellt skollaeyrum við. Og hvað nú? Á ekki að setja niður hundagerði? Almennt má segja að viðhorf til hundaeigenda er áberandi neikvætt hjá skipulagsyfirvöldum í borginni. Ekki er hægt að setja upp almennilegt hundagerði en hægt er að hirða árlegt hundaeftirlitsgjald af hundaeigendum sem sannarlega er ekki notað í þágu hundaeigenda og hundanna.
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Mikilvægt er að vanda til verka þegar kemur að aðstöðu fyrir ferfætta íbúa borgarinnar. Tillagan er dregin til baka og samþykkt að ráðast í heildarendurskoðun á skipulagi svæðisins. Betur þarf að samræma fjölbreytta nýtingu svæðisins, hvort sem um er að ræða staðsetningu grenndargáma, veitingaaðstöðu, bíla- og hjólastæði, útivist eða aðra þætti.