Elliðaárvogur/Ártúnshöfði svæði 1, deiliskipulag, tillaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 101
28. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
Kynnt drög að tillögu ASK Arkitekta að deiliskipulagi fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða svæði 1 - Krossamýrartorg ásamt samráðsáætlun.
Gestir
Björn Guðbrandsson frá ARKÍS, Þráinn Hauksson frá Landslagi, Páll Gunnlaugsson frá ASK arkitektum, Halldór Eyjólfsson frá Klasa, Anna Guðrún Stefánsdóttir frá Verkís, Ólöf Kristjánsdóttir frá Mannvit, Ágústa Sveinbjörnsdóttir deildarstjóri, Birkir Ingibjartsson verkefnastjóri, Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri, Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri, Ólafur Melsted verkefnastjóri og Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Frá upphafi 20. aldar hafa miklar landfyllingar verið gerðar við strandlengju Reykjavíkurborgar og í dag eru náttúrulegar og óskertar fjörur lítill hluti strandsvæði borgarinnar. Áætlað er að fara í 13 hektara landfyllingu austan megin á ósasvæði Elliðaáa og reisa þar íbúðabyggð. Er stærðin á landfyllingunni langt yfir þeim mörkum sem krefst umhverfismats. Lýst er yfir miklum áhyggjum vegna villtra fiskitegunda í Elliðaám og er ljóst að um mikið og stórtækt inngrip er að ræða í þá einstöku náttúruperlu sem árnar eru inn í miðri höfuðborg landsins. Áætlað er að reisa 6.000 íbúðabyggð í Elliðaárvogi og á Ártúnshöfða og að tæplega 100.000 fermetra atvinnuhúsnæði kynnt til sögunnar. Ekki er útfært hvaða rekstri er gert ráð fyrir á svæðinu með 1.000 – 1.500 störfum. Uppbygging atvinnurekstrar er sjálfsprottinn og getur aldrei gerst með valdboði stjórnvalds. Á sama tíma er verið að ryðja atvinnurekstri í burtu með 150 störfum. Mikil mengun er í jarðvegi á þessu svæði – bæði olíumengun og mengun frá Malbikunarstöðinni Höfða. Engar lausnir eru í sjónmáli hvernig á að fjarlægja mengaðan jarðveg t.d. þar sem skólar eiga að koma. Öll þessi uppbygging byggir á sjálfhverfu sjónarmiði borgarstjóra og meirihlutans um borgarlínu. Komi hún ekki er uppbyggingin á svæðinu í uppnámi.
  • Flokkur fólksins
    Þétting byggðar er að ganga of langt og farin að taka of mikinn toll af náttúru. Þetta  má sjá á Geirsnefi og bökkum Elliðaáa, austan- og vestanverð ósasvæði hennar. Sagt er að „þörf“ sé á landfyllingu til norðurs. Auðvitað er engin „þörf“ á landfyllingu. Þetta er allt spurning um hugmyndafræði, stefnu og hvort virða eigi grænar áherslur. Sífellt er verið að fikta í einstakri náttúrunni, pota í hana og mikil tilhneiging að móta og manngera og þar með búa til  gerfiveröld. Ekkert fær að vera ósnortið, ekki einu sinni fágætir fjörubútar en ósnortnar fjörur eru ekki orðnar margar í Reykjavík. Með þessu er gengið á lífríkið. Bakkarnir til sjávar með fram Sævarhöfða eru þegar manngerðir og varað við að sækja lengra í þá átt. Best væri ef þessir bakkar fengju að vera sem mest í friði og setja þar ekki  stór mannvirki. Hætta ætti við áfanga 2-3 í  landfyllingu . Geirsnef gæti orðið  borgargarður, en þar á Borgarlína að skera Geirsnef í tvennt. Eins og með Vatnsendahvarfið sem kljúfa á með hraðbraut á borgarlína að skera Geirsnefið. Skipulagsyfirvöld láta aðeins of mikið glepjast af rómantískum tölvumyndum arkitekta að mati fulltrúa Flokks fólksins.