Austurheiðar, rammaskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 97
10. mars, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Landmótunar dags., 20. apríl 2020, f.h. umhverfis- og skipulagssviðs að rammaskipulagi fyrir Austurheiðar. Megin markmið skipulagsins felst í því að skapa fjölbreytt og aðgengilegt útivistarsvæði fyrir alla aldurshópa og ólíka notendahópa. Einnig er lagður fram tölvupóstur Minjastofnunar Íslands dags. 8. júlí 2020 þar sem óskað er eftir auknum fresti til að skila inn umsögn. Tillagan var kynnt til og með 5. ágúst 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingar/umsögn: Mosfellsbær dags. 19. júní 2020, Karl Bernburg dags. 22. júní 2020, Gylfi Sigurðsson dags. 23. júní 2020, Kristín Harðardóttir dags. 24. júní 2020, Reiðveganefnd Fáks dags. 25. júní 2020, Vegagerðin dags. 25. júní 2020, Umhverfisstofnun dags. 22. júní 2020, Brynja Margrét Kjærnested dags. 5. júlí 2020, Úlfur Ómarsson dags. 5. júlí 2020, Félag ábyrgra hundaeigenda dags. 6. júlí 2020, Grímur Enard dags. 6. júlí 2020, Mosfellsbær dags. 6. júlí 2020, Guðmundur S Johnsen f.h. stjórnar Græðis dags. 6. júlí 2020, Helena Bergsdóttir dags. 7. júlí 2020, Bjarki Pálsson dags. 7. júlí 2020, Sveinn Atli Gunnarsson dags. 7. júlí 2020, Dagný Bjarnadóttir f.h. hestamannafélagsins Fáks dags. 7. júlí 2020, Bergljót Rist dags. 7. júlí 2020, Ingi Erlingsson dags. 7. júlí 2020, Þórdís Gísladóttir og Snæbjörn Pálsson dags. 7. júlí 2020, Landsamband hestamannafélaga dags. 7. júlí 2020, Skipulagsstofnun dags. 10. júlí 2020, Veitur dags. 10. júlí 2020, Minjastofnun Íslands dags. 23. júlí 2020, Karl Bernburg dags. 31. júlí 2020, Þórir J. Einarsson dags. 3. ágúst 2020, Harpa Sigmarsdóttir dags. 10. ágúst 2020, Ásgeir Sæmundsson dags. 10. ágúst 2020, Þórður Heimir Sveinsson lögmaður f.h. Græðis félags landeigenda við Langavatn, Almannadal og Vegafélagsins dags. 24. ágúst 2020 og Hope Millington dags. 26. ágúst 2020. Einnig er lagður fram rammaskipulagsuppdráttur Landmótunar dags. 24. febrúar 2021, uppdrættir Landmótunar dags. 24. febrúar 2021 og Greinargerð; forsendur, landgreining, hugmyndir og skilmálar Landmótunar dags. 20. nóvember 2020, br. 24. febrúar 2021. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 22. febrúar 2021 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. febrúar 2021.
Svar

Samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. febrúar 2021. Vísað til borgarráðs.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Í athugasemdum koma fram rök um að reiðstígar og almennir göngu- og hjólastígar fari illa saman. Gæta þarf því að skýrri aðgreiningu. Það ætti almennt ekki að vera vandamál. Rýmið er mikið. Göngu- og hjólastígar eiga að vera með eins litlum brekkum eins og hægt er. Hestastígar geta verið með brekkum. Margar athugasemdir sem borist hafa virðast eiga rétt á sér. Aðrar snúast um einkahagsmuni sem hafa vonandi líka verið skoðaðar með sanngjörnum og eðlilegum hætti.