(fsp) breyting á deiliskipulagi
Barónsstígur 2-4 og Skúlagata 36
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 708
7. desember, 2018
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Teiknistofu Arkitekta ehf. dags. 5. mars 2018 ásamt bréfi dags. 6. mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Barónsreits vegna lóðanna nr. 2-4 við Barónsstíg og 36 við Skúlagötu. Í breytingunni felst heildar endurskoðun á þróun uppbyggingar á reitnum. Meðal annars er lögð til L laga nýbygging á 1-6 hæðum frá Hverfisgötu inn í reitinn sem verður með til að mynda torg að götu og samtenging allra bygginga á reitnum, samkvæmt uppdr. Teiknistofu Arkitekta ehf. dags. 14. febrúar 2018, síðast breytt 21. júní 2018. Tillagan var auglýst frá 17. júlí til og með 28. ágúst 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurður Valgeir Guðjónsson f.h. Rauðsvíkur ehf., Hverfisgötu 85-93 ehf. og Hverfisgötu 92 ehf. dags. 21. ágúst 2018, Daníel Þór Magnússon f.h. Hverfisstígs ehf. dags. 24. ágúst 2018 og G og Ó lögmenn f.h. húsfélagsins að Skúlagötu 32-34 dags. 27. ágúst 2018. Einnig er lögð fram umsögn Veitna ohf. dags. 28. ágúst 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. ágúst 2018 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.