breyting á deiliskipulagi
Úlfarsárdalur, reitur E
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 611
25. nóvember, 2016
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram fram að nýju drög að lýsingu umhverfis- og skipulagssviðs, dags.27. maí 2016, vegna uppbyggingar og stækkunar Úlfarsárdalshverfis sem kallar á heildarendurskoðun á deiliskipulagi hverfisins. Í lýsingunni felst m.a. fjölgun íbúða, gert er ráð fyrir að núverandi hverfi stækki til austurs og til norðurs í átt að Leirtjörn. Stefnt er að því að heildaríbúðafjöldi í Úlfarsárdal verði um 1.400 íbúðir. Megin markmið skipulagstillögunnar er að hún taka mið af stefnumörkun í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, ný byggð falli vel að núverandi byggð og tryggt verði útsýni frá nýjum íbúðum. Leggja skal áherslu á skjólmyndun fyrir ríkjandi vindáttum með nýrri byggð. Einnig er lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 26. ágúst 2016. Kynning stóð til og með 23.nóvember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir/ábendingar vegna lýsingar: Kristinn Traustason f.h. íbúasamtaka Úlfarsárdals, ódags., Kristján Smárason, dags. 9. nóvember 2016, Guðbrandur Benediktsson, dags. 9. desember 2016, Björg-Kofoed Hansen og Þórður Jónsson, dags. 17. nóvember 2016, Steinunn Haraldsdóttir, dags. 21. nóvember 2016, Gunnar Ólafsson, dags, 21. nóvember 2016, Haukur Guðjónsson og Kristinn Þór Geirsson f.h. Bílheima ehf., dags. 22. nóvember 2016, Arney Einarsdóttir, dags. 22. nóvember 2016, Kristín Björg Konráðsdóttir og Sigfús Ólafsson, dags. 22. nóvember 2016, Jónína Sif Eyþórsdóttir, Hanna Björk Kristinsdóttir og Helgi Vattnes eigendur gistiskálans að Akurholti og hestaleigunnar Reiðhús, dags. 23. nóvember 2016, Guðmundur Pétursson og Freyja Eiríksdóttir íbúar við Urðarbrunn 82 ásamt gögnum, dags, 23. nóvember 2016 og Freyr Gústavsson ásamt skipulagshugmynd, dags. 24. nóvember 2016.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.