Sótt er um að setja svalir og tröppur í garð
Framnesvegur 13
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 889
20. október, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. maí 2022 þar sem sótt er um leyfi til þess að síkka glugga og bæta við hurð, koma fyrir svölum og tröppum á suðurhlið íbúðar 0201 í íbúðarhúsi á lóð nr. 13 við Framnesveg. Erindi var grenndarkynnt frá 14. júní 2022 til og með 13. júlí 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Kjartan Páll Sveinsson og Phoebe Anna Jenkins dags. 10. júlí 2022, Haseeb Randhawa and Stéphanie Desjardins dags. 12. júlí 2022 og Gunnar Helgi Kristinsson og María Jónsdóttir dags. 13.júlí 2022. Einnig er lagður fram tölvupóstur Öldu Magnúsdóttur dags. 22. júní 2022 þar sem ekki er gerð athugasemd við framkvæmdina/tillöguna. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. júlí 2022 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. október 2022.
Svar

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. október 2022. sbr. a. lið 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1020/2019. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100316 → skrá.is
Hnitnúmer: 10010654