skipulagslýsing
Suðurlandsvegur
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 883
8. september, 2022
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing EFLU verkfræðistofu fh. umhverfis- og skipulagssvið, skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2022, um nýtt deiliskipulag Suðurlandsvegar, frá vegamótum við Bæjarháls að sveitarfélagsmörkum við Mosfellsbæ nálægt Hólmsá, veghelgunarsvæða hans og gatnamóta á þessari leið. Vegagerðin áformar að í samvinnu við borgina að tvöfalda Suðurlandsveg og er markmið framkvæmdar að auka umferðaröryggi allra faramóta og tryggja greiðari leið umferðar um Suðurlandsveg með því að aðskilja akstursstefnur. Lagður verður 2+2 vegur, tengingum fækkað frá því sem nú er, þrenn mislæg vegamót, gerðir nýir reið-, hjóla- og göngustígar. Vegurinn verður lagður í allt að fimm áföngum og nær deiliskipulagið til fyrstu tveggja áfanganna. Lýsingin var kynnt frá 19. júlí 2022 til og með 31. ágúst 2022. Eftirtaldir sendu ábendingu/umsögn: Vegagerðin dags. 21. júlí 2022, Minjastofnun Íslands dags. 23. ágúst 2022, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 25. apríl 2022, reiðveganefnd Fáks dags. 25. ágúst 2022, Reiðveganefnd SV-svæðis das. 26. ágúst 2022, Finnur Kristinsson dags. 29. ágúst 2022, Ólafur Kr. Guðmundsson dags. 30. ágúst 2022, Sveinbjörn Guðjohnsen og fjölskylda dags. 30. ágúst 2022, Skógræktarfélag Reykjavíkur dags. 30. ágúst 2022, Veitur ohf. dags. 31. ágúst 2022, Skipulagsstofnun dags. 1. september 2022 og Sigurdís Jónsdóttir og Birgir Rafn Árnason dags. 1. september 2022.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

110 Reykjavík
Landnúmer: 112538 → skrá.is
Hnitnúmer: 10099458