breyting á deiliskipulagi
Frakkastígur - Skúlagata
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 780
3. júlí, 2020
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Frakkastíg - Skúlagata, varðandi fyrirhugaða nýbyggingu við Frakkastíg 1. Um er að ræða endurskoðun á gildandi deiliskipulagi og með þessari breytingu fellur því úr gildi eldra skipulag sem var samþykkt í borgarráði Reykjavíkur þann 7. júní 2018, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 2.apríl 2020. Tillagan var auglýst frá 20. mars 2020 til og með 1. júlí 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Benóný Ægisson f.h. Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur dags. 30. júní 2020 og Björgvin Þórðarson hrl. hjá Atlas lögmönnum ehf. f.h. húsfélagsins að Skúlagötu 20, dags. 30. júní 2020. Einnig er lögð fram umsögn Veitna dags. 1. júní 2020 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. júlí 2020.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.