breyting á skilmálum deiliskipulags
Tunguháls 6
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 779
26. júní, 2020
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. júní 2020 var lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 5. júní 2020 ásamt greinargerð dags. 5. júní 2020 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 6 við Tunguháls. Í breytingunni felst að leyfilegt er að hækka nýtingarhlutfall lóðar í 1,1 ofanjarðar og að gera skal ráð fyrir 1 bílastæði á hverja 50 fm. fyrir skrifstofu og verslunarrými og 1 bílastæði á hverja 200 fm. í geymslum, vöruhúsum, verkstæðum eða tækjarýmum. Á það bæði við eldri og nýja byggingarhluta, samkvæmt tillögu THG Arkitekta ehf. dags. 5. júní 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Tunguhálsi 2, 5, 8, 10, 9-11, 13 og 17 og Kletthálsi 3.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.

110 Reykjavík
Landnúmer: 111062 → skrá.is
Hnitnúmer: 10024432