ósk um breytingu á skilmálum deiliskipulags
Hlíðarendi, reitur I
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 699
21. september, 2018
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Kristjáns Ásgeirssonar dags. 9. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. Breytingin felst í breyttu orðalagi og kvöðum er varða landnotkun á lóð A á skipulagssvæðinu. Lóð A verður blönduð íbúða- og atvinnuhúsalóð eftir breytingu í stað hreinnar atvinnuhúsalóðar. Að auki viðbót er varðar heimild fyrir leikskólastarfssemi á reitnum með leiksvæði í inngarði, samkvæmt uppdr. ALARK Arkitekta ehf. dags. 1. júní 2018. Einnig er lögð fram greinargerð ALARK arkitekta ehf. dags. 8. maí 2018. Tillagan var auglýst frá 6. júlí 2018 til og með 17. ágúst 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Lex lögmannsstofa f.h. Dalhúss ehf. dags. 17. ágúst 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. ágúst 2018 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs