skipulagslýsing vegna breytingu á aðalskipulagi
Kópavogur, Vatnsendahvarf-Vatnsendahæð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 890
27. október, 2022
Annað
‹ 489409
488991
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. október 2022 var lagt fram erindi Kópavogsbæjar dags. 30. september 2022 þar sem óskað er eftir umsögn um lýsing skipulagsverkefnis (skipulagslýsing) dags. 15. september 2022 vegna fyrirhugaða breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir Vatnsendahvarf-Vatnsendahæð. Í aðalskipulagsbreytingunni verður afmörkun landnotkunarreita fyrir íbúðarsvæði, opin svæði og samfélagsþjónustu breytt, fellt verður út svæði fyrir verslun og þjónustu í útjaðri íbúðarsvæðisins og sú þjónusta sem þar var fyrirhuguð færð miðsvæðis inn í hverfið nálægt skóla og leikskóla, auk þess sem staðsetning minjasvæðis er leiðrétt. Í athugun er að breyta Kambavegi í safngötu frá Vatnsendavegi þ.e. að og frá hverfinu. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 27. október 2022.
Svar

Umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 27. október 2022 samþykkt.