Reyndarteikningar
Baldursgata 24A
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 824
11. júní, 2021
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að stærðir hafa verið uppfærðar, kalt þak hefur verið byggt ofan eldra þak bakhúss, mhl. 01, og því breytt í íbúðarrými, einnig hefur aðalinngangur verið færður til, stiga í forhúsi og innra skipulagi breytt í íbúðarhúsi, mhl. 02, á lóð nr. 24A við Baldursgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. apríl 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. apríl 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 19. apríl 2021. Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 8. maí 2021 og húsaskoðun Byggingarfulltrúa dags. 6. maí 2021 og bréf frá hönnuði dags. 15. mars 2021. Stækkun: Mhl. 01, íbúðarhús: 7.9 ferm., 12.1 rúmm. Mhl. 02, bakhús: 13.9 ferm., 42.1 rúmm. Gjald kr. 12.100
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102238 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007561