nýtt deiliskipulag
KR svæðið - Frostaskjól 2-6
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 869
19. maí, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir KR svæðið. Í tillögunni felast markmið um að bæta aðstöðu KR til íþrótta og félagsstarfsemi með byggingu íþrótta og þjónustubygginga. Auk þess eru áform um að auka fjölbreytni svæðisins með byggingu íbúða á jöðrum lóðarinnar í samræmi við markmið aðalskipulagsins samkvæmt uppdráttum ASK Arkitekta ehf. og Bj. Snæ slf. dags. 5. janúar 2022. Einnig er lagt fram minnisblað Alta dags. 28. desember 2018, drög að húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla 221, Samgöngumat Eflu dags. 5. nóvember 2021 og samkomulag á milli Reykjavíkurborgar og KR vegna uppbyggingar á svæðinu dags. 20. maí. 2021. Tillagan var auglýst frá 2. mars 2022 til og með 13. apríl 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Þórlaug Jónsdóttir dags. 24. mars 2022, Sólveig Heiða Foss og Patrick Örn Hansen dags. 8. apríl 2022, Ólöf Ólafsdóttir og Helgi Snær Sigurðsson dags. 10. apríl 2022, Finnur Hilmarsson f.h. stjórnar Húsfélagsins Flyðrugranda 2-10 og Sindri Tryggvason f.h. stjórnar Húsfélagsins Flyðrugranda 12-20 dags. 12. apríl 2022, Björgvin Á. Bjarnason og Kristjana S. Kjartansdóttir dags. 12. apríl 2022, Björn Helgason f.h. Húsfélaganna á Meistaravöllum 31, 33 og 35 dags. 13. apríl 2022, Ólafur Friðriksson dags. 13. apríl 2022, Íbúasamtök Vesturbæjar dags. 13. apríl 2022 og Hilmar Þór Björnsson dags. 13. apríl 2022. Einnig er lagt fram bréf íbúaráðs Vesturbæjar vegna bókunar fulltrúa Pírata og fulltrúa íbúasamtaka dags. 18. mars 2022, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 22. mars 2022 og Veitna ohf. dags. 13. apríl 2022. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. apríl 2022 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

107 Reykjavík
Landnúmer: 105873 → skrá.is
Hnitnúmer: 10010807