breyting á deiliskipulagi
Suður Mjódd
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 688
29. júní, 2018
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar. Í breytingunni felst í meginatriðum stækkun á lóðinni við Álfabakka 4, aukning á nýtingu og byggingarmagni ásamt því að hámarkshæð bygginga hækkar o.fl. auk uppfærðra kvaða um settjörn og legu rafstrengja skv. deiliskipulagsuppdrætti Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 2. mars 2018. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 2. mars 2018 og greinargerð dags. 2. mars 2018. Tillagan var auglýst frá 28. mars 2018 til og með 22. júní 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Húsin í Bænum ehf. dags. 7. maí 2018, og Veitur dags. 22. júní 2018.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.