breyting á deiliskipulagi
Suður Mjódd
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 855
4. febrúar, 2022
Vísað til verkefnisstjóra
‹ 483614
482589
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar vegna lóðanna nr. 2D, 4 og 6 við Álfabakka. Í breytingunni felst breytt lega götunnar Álfabakka á stuttum kafla við lóðirnar nr. 4 og 6 auk stækkunar á miðlunartjörn Veitna. Jafnframt sökum þess þarf að minnka lóðirnar Álfabakka 2d og 4 og þannig fækka heildarbyggingarmagni á þeim lítillega. Á lóð Álfabakka 6 er innkeyrsla fyrir lóð færð vestar auk þess sem heildarbyggingarmagn A- og B-rýmis minnkar. Aðrar minni breytingar skv. tillögu má sjá á deiliskipulags- og skýringaruppdráttum teiknistofunnar Storð dags. 16. nóvember 2021. Tillagan var auglýst frá 17. desember 2021 til og með 31. janúar 2022. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lagt fram bréf íbúaráðs Breiðholts dags. 4. janúar 2022.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.