breyting á deiliskipulagi
Suður Mjódd
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 806
29. janúar, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar er varðar lóðina Álfabakka 4 sem felst í að skipta henni í tvær lóðir sem fengu þá heitin Álfabakki 4 og 6, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð, dags. 5. nóvember 2020 br. 28. janúar 2021. Breytingin er tilkomin vegna vilyrðis um lóðarúthlutun fyrir starfsemi Garðheima í Breiðholti sbr. samþykki Borgarráðs í júní 2020. Einnig er lögð fram umsögn samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 16. október 2020. Tillagan var auglýst frá 2. desember 2020 til og með 18. janúar 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Veitur dags. Veitur dags. 21. janúar 2021. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2021 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. janúar 2021.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.