Fimm hæða fjölbýlishús
Njálsgata 60
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 634
2. júní, 2017
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. apríl 2017 var lögð fram fyrirspurn leiguþjónustunnar ehf., mótt. 29. mars 2019, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 60 við Njálsgötu sem felst í að rífa niður húsin á lóðinni, en halda skúrnum á bakhluta lóðarinnar og nýta hann sem sorpgeymslu, og byggja fjölbýlishús með 11 litlum íbúðum, samkvæmt uppdr. Arkitektaþjónustu Austurlands, dags. í mars 2017. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir Arkitektastofu Austurlands, dags. í desember 2016, minnisblað verkþjónustu Hjalta slf., dags. 22. febrúar 2017, greinargerð arkitekts, dags. 28. mars 2017, umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 15. mars 2017 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 31. maí 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Svar

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102444 → skrá.is
Hnitnúmer: 10023429