breyting á deiliskipulagi vegna Sigtúns 42
Teigahverfi
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 761
7. febrúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skrifstofu framkvæmda og viðhalds varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis. Í breytingunni felst að hluti af grassvæði á milli núv. gangstéttar og eystri lóðarmarka Sigtúns 30 verði breytt í grenndarstöð. Til að tryggja aðgengi losunarbíls er gert ráð fyrir að 2 bílastæði við hana verði fjarlægt og því fækki bílastæðum úr u.þ.b. 14 í 12, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 6. janúar 2020. Tillagan er auglýst frá 30. janúar 2020 til og með 12. mars 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ólafur Torfason og Björn Skaftason f.h. Íslandshótela og Helgalands ehf. dags. 3. febrúar 2020. Einnig lagður fram tölvupóstur skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 7. febrúar 2020.
Svar

Erindi er dregið til baka, sbr. tölvupóst skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 7. febrúar 2020.