framkvæmdaleyfi
Hringbraut - Hofsvallagata
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 879
11. ágúst, 2022
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 12. júlí 2022 um framkvæmdaleyfi vegna breytingu á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu. Framkvæmdin felur í sér malbikun akreina að gatnamótum Nesbrautar 49-05 (hér eftir Hringbraut) og Hofsvallagötu endurgerð miðeyju við gatnamót, lenging vinstribeygjuvasa og breytingarhægri akreinar austan megin við gatnamót og hliðfærsla akreina Hringbrautar til suðurs vegna endurgerðar miðeyju og endurgerð hluta kantsteina. Endurnýjun og breyting á gatnalýsingu ásamt umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum. Einnig er lagt fram teikningasett CSÓ ráðgjafar dags. í júní 2022, Útboðslýsing VSÓ ráðgjafar dags. í júlí 2022 og yfirlitsmyndir VSÓ ráðgjafar yfir umferðaljósastýringar dags. 13. júní 2022.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða framkvæmdaleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Hringbraut 52,54,56,58,61,63,65,67,69,71,73,74,75,76,77,78,81 og 83 og Hofsvallagötu 20,21,22 og 23.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1551/2021.