framkvæmdaleyfi
Hringbraut - Hofsvallagata
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 888
13. október, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Vegagerðarinnar dags. 12. júlí 2022 um framkvæmdaleyfi vegna breytingar á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu. Framkvæmdin felur í sér malbikun akreina að gatnamótum Nesbrautar 49-05 (hér eftir Hringbraut) og Hofsvallagötu, endurgerð miðeyju við gatnamót, lenging vinstribeygjuvasa og breytingar hægri akreinar austan megin við gatnamót og hliðfærsla akreina Hringbrautar til suðurs vegna endurgerðar miðeyju og endurgerð hluta kantsteina. Endurnýjun og breyting á gatnalýsingu ásamt umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum. Einnig er lagt fram teikningasett CSÓ ráðgjafar dags. í júní 2022, Útboðslýsing VSÓ ráðgjafar dags. í júlí 2022 og yfirlitsmyndir VSÓ ráðgjafar yfir umferðaljósastýringar dags. 13. júní 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 24. ágúst 2022 til og með 21. september 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: 22 eigendur og íbúar við Hringbraut 52, 54, 56 og 58 dags. 20. september 2022, Bjarni Magnússon dags. 18. september 2022, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson dags. 18. september 2022, Ásthildur Garðarsdóttir dags. 19. og 20. september 2022, Nick Ward dags. 19. september 2022, Alma Dóra Ríkharðsdóttir dags. 20. september 2022, Steina Dögg Vigfúsdóttir dags. 20. september 2022, Ólöf Magnúsdóttir dags. 20. september 2022, Hrafnkell Sigurðsson dags. 20. september 2022, Magnea Steiney Þórðardóttir dags. 20. september 2022, Nick Ward og Íris Hrund Jóhannsdóttir dags. 20. september 2022, Jón Trausti Bjarnason f.h. Ísholts ehf. dags. 20. september 2022 og Kristín Róbertsdóttir f.h. stjórnar Húsfélags Alþýðu dags. 21. september 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. september 2022 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.