forsögn fyrir endurskoðað deiliskipulag.
Gufunes, útivistarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 888
13. október, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. september 2022 var lögð fram umsókn Skemmtigarðsins ehf. dags. 31. ágúst 2022, ásamt bréfi Eflu dags. 15. ágúst 2022 um breytingu á deiliskipulagi fyrir Skemmtigarðinn í Gufunesi. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreindir/afmarkaðir eru lóðarreitir fyrir þá starfsemi sem nú er til staðar, samkvæmt uppdr. Eflu verkfræðistofu dags. 11. október 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.