breyting á deiliskipulagi vegna Tangarbryggju 6-8, 10, 12 og 12A og Naustabryggju 17-19 og 31-33
Bryggjuhverfi við Grafarvog
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 762
21. febrúar, 2020
Vísað til verkefnisstjóra
467210
467491 ›
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 30. janúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vestur, svæði 4. Í breytingunni felst að heimila fyrstu hæð í íbúðarhúsum á lóðum A og B að fylgja götuhæð þar sem ekki er heimilt að byggja bílakjallara undir húsi. Byggingarreitir á lóð A lengjast og fara úr 31 metra í 32 metra og svæði fyrir djúpgáma færist til á lóðum A og B, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 30. janúar 2020.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018