breyting á deiliskipulagi
Öskjuhlíð
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 827
2. júlí, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júní 2021 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 14. ágúst 2020 um framkvæmdaleyfi vegna malbikunar á stíg í hlíð Öskjuhlíðar, samkvæmt uppdráttum/forhönnun Landslags dags. í júní og júlí 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. september 2020. Jafnframt eru lagðir fram uppdrættir dags. 17. júlí 2020 og í ágúst 2020, fornleifaskrá Borgarsögusafns Íslands skýrsla nr. 205 dags. árið 2020, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 9. október 2020 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. október 2020. Lagt fram að nýju ásamt umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 15. júní 2021 og tölvupósti dags. 21. júní 2021 um framlengingu á núverandi framkvæmdaleyfi. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Landslags dags. 14. júní 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2021.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2021. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1472/2020.