breyting á skilmálum deiliskipulagi
Vesturberg 195
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 793
16. október, 2020
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. október 2020 var lögð fram umsókn Ársæls Vignissonar dags. 22. september 2020 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Breiðholts 3, vestur- og miðdeild, með síðari breytingum vegna lóðarinnar nr. 195 við Vesturberg. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli lóðarinnar þannig að rými á fyrstu hæð verði opnuð, samkvæmt tillögu Fylkis ehf. dags. 20. september 2020. Einnig er lögð fram grunnmynd Ársæls Vignissonar dags. 15. september 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Vesturbergi 191. 193 og 199 og Vesturhólum 1.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr., sbr. gr. 12. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.

111 Reykjavík
Landnúmer: 112031 → skrá.is
Hnitnúmer: 10012943