breyting á deiliskiplagi
Hafnarstræti 18
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 658
17. nóvember, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ólafar Pálsdóttur, mótt. 18. maí 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 18 við Hafnarstræti. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni sem felst í að lyfta núverandi húsi upp um 90 cm, byggja kjallara undir það og nýja viðbyggingu sunnan við húsið, kjallari og tvær hæðir. Þá fellst breytingin einnig í því að skúrar sem byggðir eru á baklóð verði rifnir, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf., dags. 12. maí 2017. Einnig er lögð fram greinargerð P Ark teiknistofu sf., dags. 4. september 2017 og uppdrættir, dags. 1. september 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 20. september 2017. Tillagan var auglýst frá 27. september til og með 8. nóvember 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: LEX lögmannsstofa f.h. Reginn hf. , dags. 7. nóvember 2017. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. nóvember 2017 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

101 Reykjavík
Landnúmer: 100837 → skrá.is
Hnitnúmer: 10012168