Stækkun kælirafta og varaflsstöðvar
Bústaðavegur 7
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 vikum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 840
8. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. október 2021 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir einum kælirafti og varaaflstöð með tilheyrandi færslu á hljóðgirðingu austan við hús á lóð nr. 7 við Bústaðaveg. Einnig er lagður fram tölvupóstur Veðurstofu Íslands dags. 7. október 2021 vegna samþykkis eigenda að Bústaðarvegi 7A og Bústaðarvegi 9.
Erindi fylgir afrit útskriftar úr gerðabók skipulagsfulltrúa dags. 8. febrúar 2021 og afrit af umsögn fyrirspurnar til skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2021. Gjald kr.12.100
Svar

Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem hin leyfisskylda framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

105 Reykjavík
Landnúmer: 107410 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008947