Viðbygging - Blóðbankinn
Snorrabraut 60
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 831
6. ágúst, 2021
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Helga Konráðs Thoroddsen, dags. 25. júní 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 60 við Snorrabraut. Í breytingunni felst að nýr byggingarreitur kemur fyrir einnar hæðar viðbyggingu við bakinngang á vesturhlið núverandi byggingar, nýr afgirtur köfnunarefnistankur kemur við norðurgafl núverandi húss og tvö bílastæði með afkomu um Egilsgötu eru talin með til bílastæðabókhalds, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta dags. 22. júní 2021.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.