breyting á deiliskipulagi
Hamrahlíð 2, Hlíðaskóli
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 869
19. maí, 2022
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. maí 2022 var lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Hörgshlíðar vegna lóðarinnar nr. 2 við Hamrahlíð, Hlíðarskóla. Í breytingunni felst að skilgreindur er byggingarreitur fyrir færanlegar kennslustofur sem ráðgert er að staðsetja á norðurmörkum lóðar meðfram Hamrahlíð norðan við núverandi battavöll, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta dags. 2.maí 2022, br 18. maí 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Hamrahlíð 11, 13, 17 og 26.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1551/2021.

105 Reykjavík
Landnúmer: 107330 → skrá.is
Hnitnúmer: 10012346