(fsp) stækkun húss
Laugavegur 20B
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 827
2. júlí, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Páls V. Bjarnasonar dags. 24. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5, Laugavegs- og Skólavörðustígsreitir, vegna lóðarinnar nr. 20B við Laugaveg. Í breytingunni felst að heimilt verði að gera einnar hæðar viðbyggingu á bakhlið hússins með þaksvölum auk þess að gera inndregna þakhæð, tengibyggingu á millibyggingu milli hornhúss og risshúss, með kvisti til suðurs úr mænisþaki sem veitir aðgang að þaksvölum sem verða yfir endahúsinu. Við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall lóðar, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf. dags. 22. mars 2019, br. 20. febrúar 2020. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 12. nóvember 2018 og 25. mars 2019 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 5. desember 2018. Tillagan var auglýst frá 14. maí 2021 til og með 30. júní 2021. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.