Stækkun húss og breyting lóðar
Brekkustígur 9
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 793
16. október, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. apríl 2020 þar sem sótt er um leyfi til að breyta lóðamörkum milli lóða Öldugötu 44 og Brekkustígs 9, einnig er sótt um leyfi fyrir viðbyggingu við núverandi hús og gera rishæð, tvær íbúðir verða í húsinu í stað einnar og gerður nýr inngangur frá garði með útitröppum, anddyri og svölum á húsi á lóð nr. 9 við Brekkustíg. Erindi var grenndarkynnt frá 2. júní 2020 til og með 30. júní 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Gunnar Helgi Kristinsson og María Jónsdóttir dags. 15. júní 2020, íbúaráð Vesturbæjar dags. 19. júní 2020, Heiðrún Kristjánsdóttir f.h. 20 íbúa að Brekkustíg, Bræðraborgarstíg, Drafnarstíg og Öldugötu dags. 20. júní 2020, Vilhjálmur Guðlaugsson og Edda Guðmundsdóttir dags. 25. júní 2020, Heiðrún Kristjánsdóttir dags. 26. júní 2020, Sigrún L. Baldvinsdóttir dags. 26. júní 2020, Linus Orri dags. 27. júní 2020, Ármann Halldórsson og Bryndís Jóhannsdóttir dags. 27. júní 2020, Eyjólfur Már Sigurðsson, Elizabeth Ortega Lucio, Kolbrún Einarsdóttir, Gísli Þór Sigurþórsson og Sylvía Hrönn Kristjánsdóttir dags. 28. júní 2020, Vésteinn Jónsson dags. 29. júní 2020, Kjartan Páll Sveinsson og Phoebe Jenkins dags. 29. júní 2020, Guðrún Erla Sigurðardóttir, Þorgeir J. Andrésson, Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir og Haukur Smári Hlynsson dags. 29. júní 2020, Ilmur Stefánsdóttir og Valur Freyr Einarsson dags. 29. júní 2020, Kjartan Sveinsson og María Huld Markan Sigfúsdóttir dags. 29. júní 2020, Guðný Helgadóttir, Valdimar E. Valdimarsson, Þorsteinn Geirharðsson og Þuríður Kristjánsdóttir dags. 30. júní 2020, Skólastjórnendur Drafnarsteins, Foreldrafélag Drafnarsteins og Foreldraráð Drafnarsteins dags. 30. júní 2020, Óskar Björgvinsson, Dórathea Margrétardóttir, María Björk Steinarsdóttir og Konstantín Shcherbak dags. 30. júní 2020 og Íbúasamtök Vesturbæjar dags. 30. júní 2020. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. júlí 2020 og er nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir Greinagerð Eflu um brunahönnun útg. 001-V03 dags. 6. apríl 2020, umsögn Minjastofnunar dags. 16. apríl 2020 og 25. febrúar 2020, skýrsla Fornleifastofunnar dags. júlí 2019 og afrit af bréfi Borgarráðs nr. R19050201 dags. 23. maí 2019. Einnig fylgir bréf hönnuðar vegna texta í umsókn dags. 20. apríl 2020. Stækkun 83,5 ferm., xx,xx. Gjald kr. 11.200
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100328 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017056