Stækkun húss og breyting lóðar
Brekkustígur 9
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 828
9. júlí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. júní 2021 var lögð fram fyrirspurn Helga Konráðs Thoroddsen dags. 7. maí 2021 ásamt bréfi dags. 6. maí 2021 þar sem byggt er á niðurstöðu og ábendingum skipulagsfulltrúa eftir grenndarkynningu byggingarleyfisumsókn fyrir lóðina nr. 9 við Brekkustíg. Í nýrri tillögu er gert ráð fyrir einni íbúð í stað tveggja, hús er lækkað, þaki breytt þannig að hægt sé að endurtaka gluggagerð 1. hæðar á 2. hæð með minni þakhalla, staðsetning svala er breytt og einfaldar útitröppur koma í stað utanáliggjandi stigahúss, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 6. maí 2021. Fyrirspurninni var frestað, fyrirspyrjandi hafi samband við embættið, og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júlí 2021.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júlí 2021 samþykkt.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100328 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017056