breyting á deiliskipulagi
Grjótháls 1-3
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 756
19. desember, 2019
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. nóvember 2019 var lögð fram umsókn T.ark Arkitekta ehf. dags. 2. október 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 1-3 við Grjótháls. Í breytingunni felst í megin atriðum stækkun á byggingarreit ofanjarðar um fjóra metra til suðurs, ásamt hækkun hæðar húss innan hans um 1,5 m og hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar úr 0.7 í 0.95, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 2. október 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Grjóthálsi 5, Fosshálsi 1, 3, 5-11, Járnhálsi 2-4 og Hesthálsi 2-4.
Vakin er athygli á að umsækjandi þarf að greiða fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 7.6. gr. sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.