tillaga að nýju deiliskipulagi - Verslunar-, þjónustu- og athafnasvæði á Blikastaðalandi í Mosfellsbæ
Mosfellsbær
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 871
3. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi Mosfellsbæjar dags. 1. júní 2022 þar sem kynnt er tillaga að nýju deiliskipulagi suðvestur af Blikastaðalandi. Fyrirhugað er að reisa byggð fyrir atvinnukjarna, þar sem áhersla er á sjálfbærni og samnýtingu, náttúru og aðlaðandi umhverfi. Samgönguás borgarlínu mun liggja í gegnum skipulagssvæðið. Deiliskipulagssvæðið er um 16,9 ha og afmarkast af Vesturlandsvegi, Korpúlfsstaðavegi, Korpu og sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Athugasemdafrestur er frá 2. júní til og með 29. júlí 2022.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra og skrifstofu samgöngustjóra.