breyting á deiliskipulagi
Haðaland 26, Fossvogsskóli
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 829
16. júlí, 2021
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. júlí 2021, varðandi breytingu á deiliskipulagi Fossvogsskóla vegna lóðarinnar nr. 26 við Haðaland. Í breytingunni felst að gera nýjan byggingarreit fyrir tímabundnar kennslustofur, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 15. júlí 2021.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Haðalandi 17, 19, 21, 23, 18, 20, 22, 24 og Kvistalandi 17,19, 21 og 23.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.