breyting á deiliskipulagi vega breyttra skipulagsmarka við Snorrabraut
Skúlagötusvæði
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 803
8. janúar, 2021
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis, samþykkt 13. maí 1986. Frá samþykkt hafa verið gerðar allnokkrar breytingar en sú nýjasta tók gildi þann 27. apríl 2020. Breytingartillaga þessi nær aðeins til austurenda svæðisins, nánar tiltekið staðgreinireit 1.154.4. Breytingin er lögð fram vegna breytinga á aðliggjandi deiliskipulagi fyrir Hlemm og nágrenni. Þar stendur til að færa gatnamót Snorrabrautar ásamt borgarlandi inn í þá skipulagsáætlun. Breyta þarf þessu deiliskipulagi svo ekki sé skörun á skipulagsmörkum á milli deiliskipulagssvæða. Einnig er útbúinn sérafnotareitur við lóð Skúlagötu nr. 21 fyrir embætti ríkislögreglustjóra. Vegna þrengsla innan lóðar er embættinu færð afnot af borgarlandi við lóðina til að bæta öryggi og aðgengi gangandi vegfarenda vegna neyðarakstur. Sérafnotareiturinn leyfir aðeins embætti ríkislögreglustjóra not á borgarlandi á meðan embættið er staðsett að Skúlagötu 21. Þessi breyting felst eingöngu í breyttum skipulagsmörkum á austurenda svæðisins, nánartiltekið deiliskipulagsmörk við Snorrabraut. Í dag liggja skipulagsmörkin í austur eftir miðlínu Snorrabrautar. Breytingin felur í sér að mörkin eru færð að austurhlið lóðamarka Hverfisgötu nr. 105, Snorrabraut nr. 42-46 og Snorrabraut nr. 21 að viðbættum sérafnotareit.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.