(fsp) uppbygging
Héðinsreitur/Vesturgata 64 og Ánanaust
Síðast Synjað á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 825
16. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. júní 2021 var lögð inn fyrirspurn Hjalta Brynjarssonar, dags. 31. maí 2021 varðandi uppbyggingu fjölbýlishúsa á bilinu 4 til 7 hæðir á Héðinsreit. Á byggingarreitum V4-V6 (mhl.02) við Vesturgötu er gert ráð fyrir 56 íbúðir og á byggingarreitum V1-V3 (mhl. 01) við Ánanaust er gert ráð fyrir 153 íbúðir, samtals 209 íbúðir á lóð nr. 64 við Vesturgötu. Atvinnustarfsemi á báðum matshlutum er 890m2. Heildar byggingarmagn beggja matshluta með kjallara er 29.856m2 með nýtingarhlutfall 3,83. Einnig eru lagðar fram teikningar og greinargerð Festi fasteignafélags, Jvantspijker & partners og THG Arkitekta ehf. vegna byggingarreita V5-V6 dags. 28. maí 2021, teikningar Arkþings - Nordic vegna byggingarreita V1-V3 dags. 31. maí 2021, greinargerð Festi fasteignafélags og Arkþings - Nordic vegna byggingarreits V64 ódags., heildarstærðir - helstu tölur/íbúðadreifing byggingarreits V64 ódags., minnisblað skipulagshöfundar dags. 28. maí 2021, minnisblað Eflu um samgöngumat dags. 26. maí 2021, minnisblað Mannvits um umferðarhávaða dags. 28. maí 2021 ásamt hljóðkorti Mannvits sem sýnir samanburð á hljóðstigi inngarðs, vind- og sólarstúdía Nordic - Office of Architecture ódags., gátlisti vegna byggingarreita V4-V6 dags. 28. maí 2021 ásamt þrívíddaruppdráttum fyrir byggingarreiti V4-V6 dags. 4. júní 2021, gátlisti vegna byggingarreita V1-V3 dags. 28. maí 2021, ásýnd/útlit bygginga á reitum V1-V3 ódags., ásýnd/útlit bygginga á reitum V4-V6 sem snýr að Vesturgata dags. 15. júní 2021, ásýnd/útlit bygginga á reitum V4-V6 sem snýr að Seljavegi dags. 15. júní 2021, leiðbeinandi rof á skipulagi á byggingarreitum V4-V6 dags. 14. júní 2021, fótspor á byggingareitum V1-V3 miðað við byggingarreit gildandi deiliskipulags dags. 15. júní 2021, skipulag lóðar - Skýringarmynd Landhönnunar slf. gróðurþekja og ofanvatnslausnir dags. 1. júní 2021, skipulag lóðar - yfirlitsmynd Landhönnunar slf. dags. 1. júní 2021, lóðamyndir sameinaðar ódags., Teikning Arkþings - Nordic - ásýnd Mýrargötu og Ánanausta dags. 31. maí 2021 og samþykki Veitna fyrir dreifistöðvum dags. 31. maí 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2021.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2021 samþykkt.