breyting á deiliskipulagi
Háaleitisbraut 68
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 vikum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 814
26. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. mars 2021 var lögð fram umsókn Kristjáns Bjarnasonar dags. 19. september 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háaleitisbrautar-Hvassaleitis vegna lóðarinnar nr. 68 við Háaleitisbraut. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit við vesturhlið 1. hæðar hússins, samkvæmt uppdr. ARK-AUST dags. 6. desember 2019. Einnig er lagt fram bréf skrifstofu sviðsstjórna dags. 12. mars. 2021. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Mál fellt niður sbr. bréf skrifstofu sviðsstjóra dags. 12. mars 2021.