breyting á aðalskipulagi
Aðalskipulag Reykjavíkur 2040, íbúðarbyggð og blönduð byggð
Síðast Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 795
30. október, 2020
Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í júní 2020 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar stefnu um íbúðabyggð. Breytingin tekur til eftirfarandi reita, sem verða skilgreindir sem sérstakir byggingarreitir, sbr. stefnu um íbúðabyggð, sem sett er fram á mynd 13 í kaflanum Borgin við Sundið: Arnarbakka, Eddufells-Völvufells, Rangársels, Háaleitisbrautar-Miklubrautar, Furugerðis-Bústaðavegar og Vindáss-Brekknaáss. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 3. september 2020. Tillagan var auglýst frá 16. september 2020 til og með 28. október 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 28. ágúst 2020, Ingibjörg Halldórsdóttir hjá Lands lögmönnum f.h. Kristins Ziemsen, Helgu Helgadóttur, Láru Áslaugu Sverrisdóttur og Jóns Höskuldssonar, íbúaráð Breiðholts dags. 8. september 2020, Mosfellsbær dags. 28. september 2020, íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 1. október 2020, Kópavogsbær dags. 8. október 2020, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 21. október 2020, Helga Helgadóttir og Kristinn Zimsen dags. 26. október 2020 og Vegagerðin dags. 28. október 2020.
Svar

Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.