breyting á deiliskipulagi
Traðarland 1, Víkingur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 694
17. ágúst, 2018
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 15. ágúst 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Víkings að Traðarlandi 1. Í breytingunni felst að aðalkeppnisvöllur verði lagður með upphituðu gervigrasi og koma fyrir fjórum ljósamöstrum með LED lýsingu á úthornum öryggissvæðis við keppnisvöll, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 14. ágúst 2018. Einnig er lögð fram greinargerð Teiknun ehf. dags. 13. júlí 2018.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016

108 Reykjavík
Landnúmer: 108838 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007767