breyting á deiliskipulagi
Krókháls, GR reitur G1
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 844
5. nóvember, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð er fram tillaga KRADS arkitekta f.h. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. október 2021 að breytingu á deiliskipulagi fyrir Grafarlæk - Stekkjarmóa - Djúpadal. Um er að ræða nýja lóð þar sem er gert ráð fyrir tveimur skrifstofubyggingum sem grafa sig inn í hæðina að hluta til að falla betur inn í umhverfið og halda hæð og ásýnd bygginga lægri út að golfvallarsvæði GR. Hæðarmunur á lóð er nýttur til að koma fyrir bílakjallara undir byggingunum og skýla útivistarsvæði GR frá bílastæðasvæði.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.