breyting á deiliskipulagi
Smiðjustígur 13
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 829
16. júlí, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Ingólfs Freys Guðmundssonar dags. 19. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.4 vegna lóðarinnar nr. 13 við Smiðjustíg. Í breytingunni felst að mænisstefna nýbyggingar á lóð er snúin þannig að hún verði samhliða Lindargötu, nýbyggingar á skipulagi verði skilgreindar fyrir atvinnustarfssemi, stækka byggingarreit nýbyggingar lítillega, bæta við byggingarreit á lóð vestan gamla hússins fyrir byggingu neðanjarðar, bæta við einu bílastæði á lóð og fella niður kvöð um að nýbygging á lóðinni skuli bárujárnsklædd, samkvæmt uppdr. Kollgátu, dags. 12. mars 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 11. júní 2021 til og með 12. júlí 2021. Eftirtaldir sendu ábendingar: Veitur dags. 25. júní 2021.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Umsækjandi hafi samband við Veitrur vegna lagnamála áður en byggingarframkvæmdir hefjast.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100997 → skrá.is
Hnitnúmer: 10018517