breyting á deiliskipulagi
Borgartún 8-16A
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 862
25. mars, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. mars 2022 var lögð fram umsókn Pálmars Kristmundssonar dags. 23. febrúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Höfðatorgs, með síðari breytingum, vegna lóðarinnar nr. 8-16A við Borgartún. Í breytingunni felst að gerðir eru byggingarreitir fyrir minniháttar mannvirki sem rísa upp úr yfirborði kjallara. Innan þeirra er hægt að byggja minniháttar mannvirki svo sem útloftunnar stokka og lyftu- og stigahús, samkvæmt uppdr. PK Arkitekta ehf. dags. 23. febrúar 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupóstum skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 8. mars 2022 og skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 14. mars 2022 þar sem ekki eru gerðar athugasendir við breytinguna.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs til afgreiðslu.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1551/2021, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.