breyting á deiliskipulagi
Borgartún 8-16A
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 854
28. janúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. janúar 2022 voru lagðar fram fyrirspurnir Höfðatorgs ehf. dags. 11. janúar 2022 um annars vegar að taka í notkun afgangsrými neðanjarðar sem varð til á milli bílakjallara BK6, á lóð nr. 8-16A við Borgartún, og akstursrampa að bílakjallara, samkvæmt bréfi PK Arkitekta ehf. dags. 10. janúar 2021 og uppdr. dags. 23. júní 2015 (3. stk.), og hins vegar hvort gera þurfi sérstakan byggingarreit vegna byggingu stiga- og lyftuhúss upp úr kjallara BK7, á lóð nr. 8-16A, við Borgartún auk loftunarstokks, samkvæmt bréfi PK arkitekta ehf. dags. 10. janúar 2021 og uppdr. dags. 13. apríl 2021 (1. stk.) og ódags. (3. stk.). Erindunum var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og eru nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. janúar 2022.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. janúar 2022, samþykkt.