(fsp) hreinsun ofanvatns fyrir hluta nýs Arnarnesvegar og breikkun Breiðholtsbrautar
Elliðaárdalur við Dimmu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 vikum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 884
15. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25 ágúst 2022 var lögð fram fyrirspurn Vegagerðarinnar, dags. 16. ágúst 2022, um hreinsun ofanvatns fyrir hluta nýs Arnarnesvegar og breikkun Breiðholtsbrautar. Í tillögunni felst að nota blöndu af blágrænum ofanvatnslausnum (BGO) og hefðbundnum settjörnum. Einnig lagt fram minnisblað Verkís dags. 6. maí 2022 og bréf Vegagerðarinnar dags. 15. ágúst 2022. Fyrirspurninni var vísað til verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags 15. september 2022.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. september 2022 samþykkt.