breyting á deiliskipulagi
Grjótháls 7-11
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 806
29. janúar, 2021
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að fella niður innkeyrslu í norðausturhorni lóðar og til að stækka mhl. 02 með því að byggja einnar hæðar viðbyggingu með milligólfum á suðurhlið fyrir blöndun, átöppun og pökkun í verksmiðjuhúsi á lóð nr. 7-11 við Grjótháls.
Jafnframt er erindi BN057665 dregið til baka/fellt úr gildi. Erindi fylgir greinargerð hönnunarstjóra ódagsett, fylgibréf hönnuðar dags. 18. janúar 2021, bréf frá umsækjanda dags. 7. janúar 2021, greinargerð um öryggismál frá Örugg, verkfræðistofu dags. 14. janúar 2021, greinargerð um hönnunarforsendur frá Verkís dags. 15. desember 2020 og brunahönnun frá Örugg, verkfræðistofu dags. 14. janúar 2021. Stækkun mhl. 02: 1.990,8 ferm., 16.108,5 rúmm. Mhl. 02 eftir stækkun: 7.126,5 ferm., 50.426,4 rúmm. Gjald kr. 12.100
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

110 Reykjavík
Landnúmer: 111019 → skrá.is
Hnitnúmer: 10010868