framkvæmdaleyfi
Furugerði 23
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 683
1. júní, 2018
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. janúar 2017 var lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. EA11 ehf. mótt. 14. desember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 23 við Furugerði. Í breytingunni felst að komið verði fyrir íbúðum á lóðinni. Nýir byggingarreitir verði skilgreindir á lóðinni sem skipt er upp í reit A og reit B, aflétt verði kvöð um nýtingu lóðar fyrir götu á reit B frá Bústaðavegi og að Grensásvegi o.fl., samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 14. desember 2017. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 19. janúar 2018 og afrit af bréfi Láru Áslaugar Sverrisdóttur dags. 4. febrúar 2018 og 16. mars 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. maí 2018.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016.