breyting á deiliskipulagi
Sóltún 2-4
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 vikum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 846
19. nóvember, 2021
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. júlí 2021 var lögð fram umsókn Studio Nexus slf. f.h. Sóltún 2-4 ehf. dags. 16. júní 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits, með síðari breytingum, vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Sóltún. Í breytingunni felst m.a. að heimill fjöldi hjúkrunarrýma í húshluta 2 verður 152 í stað 120, byggingarreitur er stækkaður sem nemur fjórum hjúkrunarrýmum á hæð, lögun byggingarreita húshluta nr. 4 og tengibyggingar er breytt lítillega, byggingarmagn húss nr. 4 og tengibyggingar ofanjarðar er hækkað, tengibygging verði á einni hæð með reistu þaki að hluta, húshluta nr. 4 hækki í fimm hæðir, heimilt verði að skyggni nái út fyrir byggingarreit, heimilum fjölda hjúkrunarrýma á lóðinni allri er breytt úr 223 í 152, en á sama tíma er bætt við 78 íbúðarrýmum eða alls 230 íbúðar/hjúkrunarrými, skilmálum fyrir bílastæði pr. íbúa/hjúkrunarrýmis er breytt, skilgreindur er byggingarreitur fyrir kjallara o.fl., samkvæmt uppdr. Studio Nexus slf. dags. 10. júní 2021. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt breyttri tillögu Studio Nexus, móttekið dags 19. nóvember 2021, þar sem m.a. húsformi er breytt.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

105 Reykjavík
Landnúmer: 191884 → skrá.is
Hnitnúmer: 10066166