beiðni um umsögn - MSS22110131
Laugardalur - austurhluti
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 832
13. ágúst, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Laugardals. Breytingin felur í sér skilgreiningu íþróttamannvirkja á svæði austan Laugardalsvallar. Gerðir verða nýir gervigrasvellir á svokölluðum Valbjarnarvelli. Gert er ráð fyrir tveimur nýjum gervigrasvöllum til æfinga og að þeir verði afgirtir með netgirðingum og heimilt verði að reisa ljósmöstur við vellina. Áfram er gert ráð fyrir núverandi tennisvöllum og opnum göngu og skokkleiðum á milli Laugardalsvallar og gervigrasvalla, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 28. apríl 2021. Tillagan var auglýst frá 15. júní 2021 til og með 28. júlí 2021. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir/umsögn: Lilja Sigrún Jónsdóttir, f.h. stjórnar Íbúasamtaka Laugardals dags. 28. júlí 2021 og Veitur dags. 28. júlí 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. ágúst 2021 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.